Hvað er félagið Opin framtíð?

Félagið Opin framtíð er hópur fólks víðs vegar um heiminn sem vinnur markvisst að því að tilvera þeirra sé það sem alla dreymir um: Að lifa hamingjusömu og tilgangsríku lífi.

Einnig má  segja að meginmarkmiðið sé að opna framtíðina algjörlega. Sem er það sama og að hafa skýran og sterkan tilgang, að búa yfir staðfastri, óbilandi trú og miklu trausti.

Nú, svo má segja að það sé að vinna markvisst að því að losna við alla þjáningu, og  í stað þess lifa lífinu án ótta, jafnvel án „Stóra Óttans“,  eða „ótta allra ótta“,  óttanum við að „vera ekki til“.

Í dag er fólk að ástunda þetta í nokkrum löndum: Brasilíu, Chile, Kolumbíu, Mozambique og Tanzaníu sem og á Íslandi.  Á  morgun verða löndin fleiri því það sem við höldum fram höfðar til allra, hvar svo sem þeir búa. 

Fyrsta færslan

Velkominn